Á Álfaheimum áttu þrír drengir afmæli í febrúar. Hugi Dagur, Kristinn Reimar og Baldvin Snær og fögnuðu þeir 4ra ára afmæli sínu. Við óskum þeim innilega til hamingju.
Í dag var þorramatur í leikskólanum og þá var pöbbum og öfum boðið að koma að borða með börnunum. Gaman var að sjá hvað margir náðu að koma og eiga stund með þeim :)
Í gær fórum við í kirkjuferð. Baldur og Guðmundur töluðu um jólin, Rebbi kom í heimsókn og sungin voru jólalög. Þetta var skemmtileg og notaleg stund :)
Í dag fórum við í heimsókn í tónlistarskólann. Kjartan Ægir og Ísar spiluðu á trommur ásamt Stefáni tónlistarkennara og fræddi hann þau líka ýmislegt um trommur. Gaman var að sjá hvað börnin voru dugleg að hlusta og svo fengu þau hrós fyrir hvað þau væru dugleg að klappa :)
Í morgun komu krakkar úr 6 bekk að lesa fyrir börnin í tilefni degi íslenskrar tungu. Eftir lesturinn skoðuðu þau leikskólann og léku sér með börnunum. Einnig komu nemendur úr elsta stigi grunnskólans að lesa ljóð fyrir okkur í hádeginu :)
Álfaheimar - Komið á Álfaheima frá félagi eldri borgara að lesa
Í dag komu Ása og Alda frá félagi eldri borgara að lesa fyrir börnin. Þær fóru í sitthvora samveruna að lesa og lásu meðal annars bækurnar "Hvernig passa á afa", "En við erum vinir", "Hafmeyjan og töfraperlan", "Við lærum að lesa" og bók um Rebba. :)
Í dag fengum við heimsókn frá Tónlistarskóla Árnesinga. Það voru þær Magnea Marlin, Hulda Vaka og Tara Dís ásamt Siggu Kjartans kennara þeirra. Þær spiluðu nokkur lög á þverflautur og einnig eitt lag á flöskur sem var búið að setja vatn í svo mismunandi tónar komu úr þeim. Við þökkum þeim kærlega f…
Í tilefni af hreinsunardegi "Umhverfis suðurlands" vorum við á Bergheimum með rusldag í dag . Nokkrir á Álfaheimum fóru út að tína rusl umhverfis leikskólans og voru þau mjög dugleg og áhugasöm í þessu. Þeir sem vilja kynna sér málið betur geta farið inn á linkinn hér fyrir neðan :)
http://www.sass…