Í morgun gerðum við tvær tilraunir með börnunum. Fyrsta tilraunin var gerð með því að setja matarolíu og vatn í flösku. síðan var matarlit bætt við og í lokin var gospilla sett saman við. Síðan var fylgst með hvað gerðist. Önnur tilraunin var gerð með stöðurafmagni og blöðru. Blöð úr gatara voru set…
Í dag fórum við í göngutúr á Setbergsróló. Óskar, pabbi Kristins Reimars kom út á róló með stórann krabba og sýndi krökkunum. Við fengum að eiga krabbann og fórum með hann í leikskólann að sýna hinum krökkunum.
Hún Berglind Arna átti afmæli 18.mars og varð hún 4ára og af því tilefni var hún þjónn og bauð upp á video eftir útiveru þann daginn. Óskum við henni innilega til hamingju með daginn.