1. bekkur fékk hjálma að gjöf

Það voru kátir 1. bekkingar sem tóku við reiðhjólahjálmum frá Kiwanis þann 23. apríl. Kiwanis klúbburinn Ölver hefur ár hvert fært nemendum 1. bekkjar reiðhjólahjálma.

Ekki veitir af þar sem veðurblíðan leikur við hvern sinn fingur þessa dagana og nemendur duglegir að nota hjólin.

Við þökkum kærlega fyrir þessa veglegu gjöf.