Fréttir

Grunnskólinn í Þorlákshöfn hlaut Grænfánann í fjórða sinn í dag, í blíðskapar veðri

Grunnskólinn í Þorlákshöfn hlaut Grænfánann í fjórða sinn í dag, í blíðskapar veðri

,, Kæru nemendur og starfsfólk - til hamingju með nýja grænfánann. Við náðum því takmarki að endurnýja fánann og ættum að vera stolt af því sem heild. Hver og einn skiptir máli í þessu verkefni og núna verður bara næsta verkefni að fá hann aftur eftir tvö ár. Við erum búin að standa okkur vel í …
Lesa fréttina Grunnskólinn í Þorlákshöfn hlaut Grænfánann í fjórða sinn í dag, í blíðskapar veðri
Gróðursetning með umhverfis- og auðlindaráðherra

Gróðursetning með umhverfis- og auðlindaráðherra

Á hverju ári sækir skólinn um að fá plöntur úr Yrkjusjóði til að gróðursetja með nemendum í 5. bekk. Í ár varð það verkefni þó stærra en vanalega þar sem nemendur fóru með rútu upp á svæði Þorláksskóga og fengu leiðsögn frá Hrönn Guðmundsdóttur í því hvernig á að bera sig að við gróðursetningu. Við …
Lesa fréttina Gróðursetning með umhverfis- og auðlindaráðherra
1. bekkur fékk hjálma að gjöf.

1. bekkur fékk hjálma að gjöf.

Það voru kátir 1. bekkingar sem tóku við reiðhjólahjálmum frá Kiwanis, núna í maí. Kiwanis klúbburinn Ölver hefur ár hvert fært nemendum 1. bekkjar reiðhjólahjálma.  Ekki veitir af þar sem veðurblíðan leikur við hvern sinn fingur þessa dagana. Við þökkum kærlega fyrir þessa veglegu gjöf.
Lesa fréttina 1. bekkur fékk hjálma að gjöf.
Morð

Morð

Leiklistarval Grunnskólans í Þorlákshöfn sýnir leikritið Morð eftir Ævar Þór Benediktsson (vísindamann) miðvikudagskvöldið 29. maí kl. 20:00. Um er að ræða skemmtilegan einþáttung með bráðfyndnum undirtóni þar sem við skyggnumst inn á fund hjá samtökunum MA eða Morðingjum Anonymous. Aðeins verður um…
Lesa fréttina Morð
Þorpið, þemadagar í Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Þorpið, þemadagar í Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Dagana 21. -23. maí er skólanum breytt í fríríkið Þorpið og ganga nemendur í öll störf þorpsbúa. Í þorpinu eru starfrækt kaffihús, bakarí, sultugerð og tívolí, málmsmiðja, rammalistafyrirtæki, saumastofa, tölvuleikjastöð, trésmiðja, listasmiðja, nytjamarkaður, frístund, banki, dagblað og kökuskreyt…
Lesa fréttina Þorpið, þemadagar í Grunnskólanum í Þorlákshöfn
Danssýning

Danssýning

Árleg danssýning skólans fór fram þriðjudaginn 14. maí. Danskennari skólans Anna Berglind Júlídóttir hafði veg og vanda af sýningunni sem var glæsileg. Allir nemendur í 1. – 7. bekk komu fram og dönsuðu. Áhorfendur fengu að sjá fjölmargar dansa sem nemendur hafa verið að æfa í danstímum svo sem hipp…
Lesa fréttina Danssýning
Valgreinar, skólaárið 2019-2020, fyrir 8. - 10. bekk.

Valgreinar, skólaárið 2019-2020, fyrir 8. - 10. bekk.

Í morgun fór fram kynning á valgreinum næsta skólaárs. Nemendur í 7., 8. og 9. bekk fengu valseðil og þeim bent á kynningarbækling um valgreinarnar á heimasíðu skólans, sjá hér. 
Lesa fréttina Valgreinar, skólaárið 2019-2020, fyrir 8. - 10. bekk.
Myndlistarval Grunnskólans í Þorlákshöfn, opnar sýningu í Gallerí undir stiganum á Bæjarbókasafninu,…

Myndlistarval Grunnskólans í Þorlákshöfn, opnar sýningu í Gallerí undir stiganum á Bæjarbókasafninu, 9. maí.

Nemendur í myndlistarvali í Grunnskólanum í Þorlákshöfn ætla að setja upp myndlistarsýningu í Gallerí undir stiganum, Bæjarbókasafni Ölfuss, 9. maí, kl:17:00. Þema sýningarinnar er Pop List, sem á rætur sínar að rekja til Bretlands og Bandaríkjanna í kringum 1950. Stefnan var sett fram sem ádeila á…
Lesa fréttina Myndlistarval Grunnskólans í Þorlákshöfn, opnar sýningu í Gallerí undir stiganum á Bæjarbókasafninu, 9. maí.