Fréttir

Skólasetning í blíðskaparveðri

Skólasetning í blíðskaparveðri

Guðrún Jóhannsdóttir skólastjóri setti skólann í morgun í sal Grunnskólans í Þorlákshöfn. Yngri börnin, nemendur í 1. - 5. bekk, komu kl. 9:30 og eldri, nemendur í 6. - 10. bekk, klukkan 10:30. Það var vel mætt á báðar setningarnar og allir í sólskinsskapi.
Lesa fréttina Skólasetning í blíðskaparveðri

Grunnskólanemendur fá ókeypis námsgögn

Bæjarráð Ölfuss samþykkti samhljóða á fundi í morgun þá tillögu að frá og með hausti 2017 fái grunnskólanemendur í Sveitarfélaginu Ölfusi öll nauðsynleg námsgögn án endurgjalds. Fram til þessa hefur grunnskólinn séð um innkaup á námsgögnum fyrir nemendur gegn hóflegu gjaldi.
Lesa fréttina Grunnskólanemendur fá ókeypis námsgögn

Skólasetning 22. ágúst 2017

Grunnskólinn í Þorlákshöfn verður settur í sal skólans þriðjudaginn 22. ágúst næstkomandi. Nemendur í 1.–5. bekk árg. 2007 – 2011, mæti kl. 9:30. Nemendur í 6.–10. bekk árg. 2002 – 2006, mæti kl. 10:30. Foreldrar/forráðamenn eru eindregið hvattir til að mæta með börnum sínum þennan fyrsta skóladag. Starfsfólk Grunnskólans í Þorlákshöfn
Lesa fréttina Skólasetning 22. ágúst 2017