Fréttir

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin á sal skólans mánudaginn 27. febrúar. Nemendur 7. bekkjar hafa staðið í ströngu allt frá Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl. við að undirbúa sig og stóðu þeir sig með stakri prýði. Það voru þau Birgitta Björt, Kristófer Logi og Sigríður Fjóla sem voru valin til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar og Rebekka Matthíasdóttir var valin varamaður. Við óskum þeim innilega til hamingju með þetta og góðs gengis í lokakeppninni.
Lesa fréttina Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk
Þátttakendur og dómarar.

Hæfileikakeppni í Frístund

Miðvikudaginn 8. febrúar var haldin hæfileikakeppni í Frístund. Fjölmargir krakkar stigu á stokk og sungu. Allir fengu viðurkenningu og stóðu sig með prýði. Sæunn Jóhanna í 2. bekk fékk sérstaka viðurkenningu fyrir flott atriði. Vonandi verður hæfileikakeppnin endurtekin í bráð.
Lesa fréttina Hæfileikakeppni í Frístund