Fréttir

Jólakvöldvaka 8. -10. bekkjar.

Jólakvöldvaka 8. -10. bekkjar.

Í gær var jólakvöldvaka 8.-10. bekkjar. Að þessu sinni var foreldrum boðið í ratleik. Nemendum og foreldrum var skipt í lið sem fóru á tíu stöðvar og leystu ólíkar þrautir s.s. jólahárgreiðslu, servíettubrot, jólamynd, leikrit, sögugerð, jólalag, þau útbjuggu sitt eigið jólatré ásamt því að hitta le…
Lesa fréttina Jólakvöldvaka 8. -10. bekkjar.
Jólakvöldvaka 5. -7. bekkjar

Jólakvöldvaka 5. -7. bekkjar

Fimmtudaginn 6. desember sl. var jólakvöldvaka miðstigs. Nemendur voru ásamt kennurum sínum búnir að undirbúa atriði til sýninga. Áhorfendur fylltu hátíðarsal skólans og jólaandinn sveif yfir. Nemendur fluttu ljóð, kórinn söng og einleikar stigu  á stokk. Einnig var frumsamið leikrit sýnt og að loku…
Lesa fréttina Jólakvöldvaka 5. -7. bekkjar
Jólamatur, dans og sparifatadagur

Jólamatur, dans og sparifatadagur

Í dag var jólastemming í skólanum. Nemendur dönsuðu í kringum jólatré við undirleik jólasveinahljómsveitarinnar. Allir tóku þátt og dönsuðu og sungu með innlifun. Með hljómsveitinni sungu þrjár vaskar stúlkur úr eldri kórnum. Gestur Áskelsson stjórnaði hljómsveitinni og söngnum en hann og hans fólk …
Lesa fréttina Jólamatur, dans og sparifatadagur
Foreldrafélag Grunnskólans gefur góðar gjafir

Foreldrafélag Grunnskólans gefur góðar gjafir

Foreldrafélag Grunnskólans hefur nú gefið skólanum fimm sett af Osmo kennslutækjum að virði 75.000 kr.  Osmo er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir Ipad.  Í grunnpakkanum er standur fyrir Ipadinn og lítill spegill sem settur er yfir myndavélina, hann nemur það sem gert er fyrir framan skjáin…
Lesa fréttina Foreldrafélag Grunnskólans gefur góðar gjafir
Jólakvöldvaka 1. - 4. bekkjar.

Jólakvöldvaka 1. - 4. bekkjar.

Í gær var jólakvöldvaka 1. – 4. bekkjar. Kvöldvakan tókst afar vel en á dagskrá kvöldsins var upplestur, kórsöngur, hljóðfæraleikur, jólaleikrit og söngur. Við lok skemmtunarinnar fluttu nemendur 3. bekkjar jólaguðspjallið að venju. Þetta var hátíðleg og skemmtileg stund.    
Lesa fréttina Jólakvöldvaka 1. - 4. bekkjar.
Jólagleði Foreldrafélags Grunnskólans í Þorlákshöfn.

Jólagleði Foreldrafélags Grunnskólans í Þorlákshöfn.

Jólaföndur verður haldið þriðjudaginn 4. desember frá kl.17:00 - 19:00 í stóra turninum í grunnskólanum. Í salnum verður jólatónlist ásamt því að 10. bekkur mun vera með sjoppu, heitt kakó og vöfflur með rjóma.   Bergþóra í Bjarkarblómum verður á staðnum með hýasintur og fleira skemmtilegt.   Ei…
Lesa fréttina Jólagleði Foreldrafélags Grunnskólans í Þorlákshöfn.
Af gefnu tilefni ítrekum við mikilvægi endurskinsmerkja.

Af gefnu tilefni ítrekum við mikilvægi endurskinsmerkja.

Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg. Mikið hefur borið á því að börn og aðrir sem ganga til vinnu og skóla sjáist illa í mesta myrkrinu og komi jafnvel allt of seint í ljós fyrir bílstjóra. Við vil…
Lesa fréttina Af gefnu tilefni ítrekum við mikilvægi endurskinsmerkja.
Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur í 10. bekk og var með jákvæðan boðskap að vanda.

Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur í 10. bekk og var með jákvæðan boðskap að vanda.

Þorgrímur Þráinsson hitti nemendur 10. bekkjar, á föstudaginn 23. nóvember, og flutti fyrirlesturinn VERUM ÁSTFANGIN AF LÍFINU. Nemendur tóku vel á móti Þorgrími enda fyrirlestur á jákvæðum nótum.  En þess má geta að Þorgrímur hefur nú um nokkurra ára skeið heimsótt flesta 10. bekkinga á landinu með…
Lesa fréttina Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur í 10. bekk og var með jákvæðan boðskap að vanda.
Dagur íslenskrar tungu - föstudaginn 16. nóvember 2018

Dagur íslenskrar tungu - föstudaginn 16. nóvember 2018

     Í tilefni dags íslenskrar tungu var bryddað upp á ýmsu í skólanum. Stóra upplestrarkeppnin var sett með upplestri nemenda í 7. bekk fyrir vinabekk. Nemendur á unglingastigi unnu sameiginlegt ljóðaverkefni. Nemendahópar völdu eða sömdu ljóð og æfðu til flutnings fyrir fólk úti í bæ. Þau fóru í h…
Lesa fréttina Dagur íslenskrar tungu - föstudaginn 16. nóvember 2018
Kynningarfundur vegna læsisstefnu Sveitarfélagsins Ölfuss

Kynningarfundur vegna læsisstefnu Sveitarfélagsins Ölfuss

Kynningarfundur vegna læsistefnu Sveitarfélagsins Ölfuss.   Verður haldinn í Grunnskólanum í Þorlákshöfn, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 17:30 - 18:10. Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér málið. 
Lesa fréttina Kynningarfundur vegna læsisstefnu Sveitarfélagsins Ölfuss