Fréttir

Grænfáninn aftur í höfn

Grunnskólinn í Þorlákshöfn fékk afhentan Grænfánann frá Margréti Hugadóttur fulltrúa frá Landvernd. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í blíðskaparveðri í morgun. Umhverfisnefnd skólans með Önnu Margréti Smáradóttur grunnskólakennara í fararbroddi veitti fánanum viðtöku sem og Grænfánaskilti sem hengt verður upp á gafl skólans. Þetta er í þriðja sinn sem fáninn er afhentur skólanum, en þó nokkur ár eru liðin frá afhendingu síðasta Grænfána. Nemendur og starfsfólk skólans er afar stolt yfir því að hafa fengið Grænfánann afhentan og líta svo á að umhverfisverkefnið sem hófst að nýju á síðasta skólaári hafi nú fengið byr undir báða vængi og geti bara náð að vaxa og dafna. Meginverkefni skólans þetta árið er flokkun alls sorps sem til fellur í skólanum og öll sú fræðsla sem flokkuninni tengist bæði til nemenda og starfsfólks. Matarsóunarverkefnið sem einnig hefur verið í gangi í skólanum undanfarin tvö skólaár verður svo næsta útspil skólans þegar kemur að því að endurnýja þarf fánann. Grænfáninn er umhverfisviðurkenning sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.
Lesa fréttina Grænfáninn aftur í höfn

Glæsileg danssýning

Fimmtudaginn 4. maí var haldin afar glæsileg danssýning í íþróttamiðstöðinni undir styrkri stjórn Önnu Berglindar Júlídóttur danskennara skólans. Á danssýningunni sýndu nemendur 1. - 7. bekkja og nemendur úr dansvali fjölbreytta dansa sem afrakstur vetrarins. Aðstandendur fjölmenntu á sýninguna sem er árviss viðburður í skólastarfinu.
Lesa fréttina Glæsileg danssýning
Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

Uppskeruhátíð Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk fór fram föstudaginn 28. apríl í sal Tónlistarskólans. Gaman var að sjá hversu vel undirbúnir nemendur voru fyrir upplesturinn. Einnig varánægjulegt hversu margir foreldrar sáu sér fært um að mæta og hlýddu á nemendur. Hugtakið keppni í þessu samban…
Lesa fréttina Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk