Fréttir

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa

Grunnskólinn í Þorlákshöfn óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 75% starf frá kl. 8:00 alla daga en mismunandi er hvenær vinnu lýkur eftir vikudögum. Starfið felur í sér stuðning og gæslu við nemanda/nemendur í skóla og frístundastarfi. Lipurð og góð færni í mannlegum samskiptum er nauðsyn…
Lesa fréttina Stuðningsfulltrúi óskast til starfa

Gjöf frá Kvenfélagi Þorlákshafnar

Grunnskólinn í Þorlákshöfn hefur ávallt notið velvildar í samfélaginu. Félagasamtök og einstaklingar hafa sýnt hollustu sína við skólann og ungviði bæjarins á ýmsan hátt. Nú í desember komu konur úr Kvenfélagi Þorlákshafnar færandi hendi í skólann og gáfu peninga sem nýttir skyldu í þágu unglinganna í skólanum þó svo að það nýtist að sjálfsögðu öðrum nemendum skólans. Ákveðið var að kaupa húsgögn, teppi, lampa, spjaldtölvur, hátalara, spil og fleira til að gera ,,glerhýsið“ vistlegra til dæmis fyrir frímínútnasamveru. Kvenfélag Þorlákshafnar fær innilegar þakkir fyrir hlýhuginn frá nemendum og starfsfólki skólans.
Lesa fréttina Gjöf frá Kvenfélagi Þorlákshafnar