100 daga hátíð í 1. bekk

Þessa dagana eru nemendur í 1. bekk búnir að vera í 100 daga í skólanum. Í dag var því haldin hundraðdaga hátíð. Nemendur komu með sparinesti og leikföng að heiman, fóru í skrúðgöngu um skólann, fengu ís og föndruðu kórónur. Á leið sinni hittu þau hóp 10.bekkinga sem uppgötvuðu við þetta tilefni að þeir ættu bara eftir um 80 skóladaga í grunnskóla og að þeir væru búnir að vera 1730 skóladaga í grunnskóla

Það var gaman að hitta þessu frábæru 1. bekkinga sem skemmtu sér vel á þessum fallega skóladegi.