6. bekk boðið á leiksýningu

Í morgun var 6. bekk boðið á leiksýninguna Oddur og Siggi í Grunnskólanum í Hveragerði. Leiksýningin er í boði Þjóðleikhússins og er liður i herferðinni Þjóðleikhúsið á leikferð um landið. Það er skemmst frá því að segja að nemendur og starfsmenn komu alsælir tilbaka og skemmtu sér konunglega á sýningunni. Nemendur okkar komu vel fyrir, voru prúðir og kurteisir og skólanum sínum til mikils sóma.