Aðalfundur Foreldrafélags og Foreldrasáttmáli

Aðalfundur, foreldrapepp og fræðsla um Foreldrasáttmálann mánudaginn 28. október kl. 17.30

ATH! Mikilvægt að skrá sig svo hægt sé að áætla rétt magn af súpu, skráning fer fram á þessum hlekk: hér

Heimili og skóli- landssamtök foreldra eru að fara af stað með tilraunaverkefni til að kynna Foreldrasáttmálann og munu hefja leik hér í Þorlákshöfn. Bryndís Jónsdóttir og Hildur Halldórsdóttir verkefnastjórar bjóða fræðslu fyrir alla foreldra um mikilvægi foreldrasamstarfs og forvarnargildi þess að sameinast um uppeldisleg gildi ásamt því að Foreldrasáttmálinn verður kynntur. Foreldrasáttmálinn er leiðarvísir og gagnlegt verkfæri til þess að koma af stað umræðu og samstilla foreldrahópa í kringum bekki og árganga. Að því erindi loknu yrði 15 mínútna kaffihlé en eftir það gætu foreldrar í bekkjum eða árgöngum sameinast í stofum til að ræða saman um þau atriði sem koma fram í Foreldrasáttmálanum og verða Bryndís og Hildur á staðnum til þess að svara spurningum og aðstoða við fyrirlögn sáttmálans. Við hvetjum alla foreldra til að mæta!

Áður en þær stöllur frá Heimili og skóla hefja leik verða hefðbundin aðalfundastörf Foreldrafélags Grunnskólans í Þorlákshöfn sem hefst kl. 17.30.

Foreldrar eru sérstaklega hvattir til þess að koma, vera meðvituð og taka þátt í skólastarfi barna sinna. Það er í raun ekkert vesen sem fylgir því heldur bara skemmtilegt og gefandi starf!

Dagskrá Aðalfundar:
Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá.
Kosning formanns.
Kosning annarra stjórnarmanna.
Kosning varamanna.
Kosning endurskoðanda
Önnur mál