Aðventan

Enn og aftur er aðventan runnin upp. Framundan er sá tími
sem flest börn bíða eftir með eftirvæntingu. Allir hafa mikið
að gera við undirbúning jólanna. Í skólanum er margt
spennandi framundan. Krakkarnir skreyta stofurnar með
kennurum sínum, við lesum jólasögur, syngjum saman og
fleira skemmtilegt. Jólakvöldvökur verða loksins haldnar eftir
eru tveggja ára hlé og æfingar eru hafnar.
Þessi tími er erfiður fyrir marga, spennan og atgangur getur
orðið mikill og oft eiga börn erfitt með slíkt. Minnum okkur á
að það sem börnin okkar vilja helst er athygli og samvera með
sínum nánust