Aðventan í skólanum

Framundan er aðventan, tími sem flest börn bíða eftir með eftirvæntingu. Krakkarnir skreyta, lesa jólasögur, syngja jólalög og undirbúa
jólakvöldvökur.
Þessi tími er erfiður fyrir marga, spenna og atgangur getur orðið mikill og oft eiga börn erfitt með slíkt. Minnum okkur á að það sem börnin okkar vilja helst er athygli og samvera með sínum nánustu. Við í skólanum munum leggja okkur fram um að eiga góðar stundir með börnunum nú sem endranær.