Alþjóðadagur kennara - Garðar tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna

Í dag er alþjóðadagur kennara. Við í Grunnskólanum í Þorlákshöfn erum stolt af öllum okkar frábæru kennurum og óskum þeim til hamingju með daginn. Í tilefni dagsins voru kynntar tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna. Íslensku menntarverðlaunin voru stofnuð til að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á því góða og metnaðarfulla starfi sem stundað er í skólum og frístundastarfi. Garðar Geirfinnsson kennari við skólann er einn af fimm kennurum sem tilnefndir eru í flokknum framúrskarandi kennari. Við erum stolt af Garðari sem er svo sannarlega vel að tilnefningunni kominn!