Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin á sal grunnskólans mánudaginn 27. febrúar. Nemendur 7. bekkjar hafa staðið í ströngu allt frá Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl. við að undirbúa sig og stóðu þeir sig með stakri prýði. Það voru þau Birgitta Björt, Kristófer Logi og Sigríður Fjóla sem voru valin til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrar-keppninnar og Rebekka Matthíasdóttir var valin varamaður. Við óskum þeim innilega til hamingju með þetta og góðs gengis í lokakeppninni.