Grunnskólanemendur fá ókeypis námsgögn

Bæjarráð Ölfuss samþykkti samhljóða á fundi í morgun þá tillögu að frá og með hausti 2017 fái grunnskólanemendur í Sveitarfélaginu Ölfusi öll nauðsynleg námsgögn án endurgjalds.

Fram til þessa hefur grunnskólinn séð um innkaup á námsgögnum fyrir nemendur gegn hóflegu gjaldi.