ATH! Breytingar á skólastarfi vegna takmarkanna á skólahaldi

Starfsemi Grunnskólans í Þorlákshöfn verður skipulögð í kringum þær takmarkanir sem taka gildi á morgun, 3. nóvember. Takmörkunin gildir til 17. nóvember. Í auglýsingunni segir í 4. gr. grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks.

  • Nemendur í 1.-4. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu.
  • Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.-4. bekk í hverju rými.
  •  Nemendur í 5. – 10. bekk þurfa að bera grímur á þeim svæðum þar sem ekki er hægt að halda 2m reglunni. Ekki skulu vera fleiri en 25 nemendur í 5.-10. bekk í hverju rými.

Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til, þá beri þeir andlitsgrímur. Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla, starfsfólk skólaþjónustu og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur. Við ætlum að verja nemendur okkar og starfsfólk fyrir smiti í skólanum.

 

  • Við forðumst að blanda saman hópum nemenda.
  • Nemendur 1.-4. bekkja fá hádegismat í skólanum, aðrir nemendur ekki.
  • ATHUGIÐ - ef börn vilja leika saman eftir skóla þá er æskilegt að leikfélagarnir séu úr sama bekk. Helst leika úti. Sama á við blöndun hópa utan skóla og innan.
  • Vatnsvélar eru ekki aðgengilegar þennan tíma, gott ef nemendur koma með brúsa.

 

Frístund er opin, fyrir þá sem þar eru skráðir. Þeim sem geta verið án þjónustunnar þennan tíma er þakkað sérstaklega, en allt sem léttir starfsemina í húsinu er vel þegið.

Eins og allt þá getur þetta breyst með skömmum fyrirvara. Nú skiptir samvinna okkar öllu máli! Við þurfum að standa saman og vinna okkur inn í betri stöðu!