- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Á dögunum fengum við ánægjulega heimsókn frá rithöfundinum Bjarna Fritz, sem kom og hitti nemendur á yngsta og miðstigi. Hann las upp úr nýjustu bókum sínum og gaf jafnframt skólanum bekkjarsett af lestrarbókum sem hann hefur gert en þeim fylgja einnig verkefnahefti. Þessi gjöf til skólans var afar vel þegin og verður að sjálfsögðu nýtt í lestrarvinnu nemenda.
Heimsóknin átti rætur að rekja til verkefnis sem unnið var á bókasafninu okkar, þar sem nemendur ræddu mikilvægi íslenskra rithöfunda, völdu sér sína uppáhalds höfunda og skrifuðu þeim bréf. Nokkrir nemendur höfðu valið Bjarna Fritz og skrifað honum falleg bréf um bækur hans. Þegar við reyndum að koma bréfunum til hans svaraði hann hlýlega – og úr varð þessi skemmtilega heimsókn.
Í heimsókninni ræddi Bjarni við nemendur um ritstörfin, lestur, bækurnar sínar og hvað kveikir hugmyndir að nýjum sögum. Nemendur fengu tækifæri til að spyrja spurninga og spjalla við höfundinn, og skapaðist skemmtileg stemning.
Við þökkum Bjarna kærlega fyrir komuna, gjafirnar og hvatninguna – og hlökkum til að fylgjast með áframhaldandi ævintýrum hans í ritheiminum.