Bolludagur, sprengidagur og öskudagur

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru alltaf skemmtilegir í skólanum. Allir nemendur og starfsfólk fengu bollur í hádeginu á bolludaginn og baunasúpan á sprengidaginn þótti með eindæmum góð.

Öskudagurinn er þó alltaf viðburðarríkastur. Flestir nemendur og starfsfólk mætir í búningum og má sjá ýmsar kynjaverur á göngum skólans. Um miðjan morgun fer skrúðganga um skólann sem endar í matsalnum með hópdönsum. Á unglingastigi var haldin búiningakeppni og mátti þar sjá margar skemmtilegar útfærslur af búningum. Meðfylgjandi er mynd af hóp nemenda í 9.bekk sem lentu í 3. sæti. Þema hópsins er eins og sjá má Scooby doo.