Breytingar á skólstarfi frá 19. nóvember

Nú hefur orðið breyting á sóttvarnarreglum varðandi skólastarfið. Breytingin snýst um að æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Þá verður íþrótta- og sundkennsla heimil á ný.  Börn í 1. - 7. bekk þurfa nú ekki að bera andlitsgrímur og 2m reglan á ekki viðum þau. Nemendur í 8. - 10. bekk þurfa áfram að bera andlitsgrímur og virða 2m regluna.  Börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman.

Við höldum því þeim sóttvarnarhólfum sem hafa verið. Nemendur koma á mismunandi tímum í skólann og áfram verða mismunandi inngangar fyrir bekkina. 

Frá og með fimmtudeginum 19. nóvember tekur því hefðbundin stundatafla við hjá nemendum í 1. - 7. bekk þó tímasetnigar á matartímum og skólabyrjun sé breytt tímabundið. Nemendur í 8. - 10. bekk fá áfram kennslu í kjarnagreinum fram að hádegi en valgreinar falla niður eftir hádegi. 

Breytingar þessar gilda til 2. desember nk.