Dagur gegn einelti

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Forsaga dagsins er sú að Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti ákvað á sínum tíma að standa að sérstökum degi gegn einelti 8. nóvember ár hvert og var dagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti árið 2011. Í tilefni að Degi gegn einelti unnu nemendur í skólanum vinakveðjur sem þeir hafa undanfarna daga verið að bera út í hvert hús bæjarins. Kveðjurnar eiga að gleðja og minna okkur á að vera jákvæð, sýna virðingu og vináttu og hlúa að náunganum. Svokallaðir vinabekkir hafa unnið kortin saman og þar mætast yngri og eldri nemendur í samvinnu. Það hefur verið sérstaklega gaman að sjá jákvæða samvinnu yngri og eldri nemenda í þessu skemmtilega og fallega verkefni.