Danssýning

Árleg danssýning skólans fór fram þriðjudaginn 14. maí. Danskennari skólans Anna Berglind Júlídóttir hafði veg og vanda af sýningunni sem var glæsileg. Allir nemendur í 1. – 7. bekk komu fram og dönsuðu. Áhorfendur fengu að sjá fjölmargar dansa sem nemendur hafa verið að æfa í danstímum svo sem hipp hopp, línudans, samkvæmisdansa og fleira. Nemendur í dansvali unglingadeildar sýndu einnig dansa og meðal annars stórglæsilegt ABBA dansatriði. Sérstakir gestir á sýningunni voru dansparið Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Gísladóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar en þau hafa verið að keppa á alþjóðlegum mótum og staðið sig afar vel. Lilja var nemandi hér við skólann fyrir ekki svo mörgum árum og sagði nemendum frá ferli sínum og hve mikilvægt það væri að elta drauma sína.  Sýningin endaði á hópdans þar sem skólastjóri og aðstoðarskólastjóri dönsuðu með nemendum hipp- hopp dans.