Danssýning

Árleg danssýning skólans fór fram í gær, fimmtudaginn 25. maí. Danskennarinn Anna Berglind Júlídóttir hefur þjálfað nemendur í 1. - 7. bekk fyrir viðburðinn sem að venju var vel heppnaður. Í ár var þemað dansar við lög úr kvikmyndinni Grease. Nemendur sýndu glæsileg tilþrif á dansgólfinu og áhorfendur skemmtu sér konunglega. Þessi árlegi viðburður er svo sannarlega orðinn ómissandi í lok skólaársins.