Eldfjöll gjósa í 5. bekk.

Nemendur í 5.bekk hafa hannað eldfjöll og látið þau gjósa. Yngri nemendur skólans hafa notið góðs af verkefni 5. bekkinga þar sem þeir hafa fengið að sjá fjöllin gjósa. Óhætt er að segja að áhugi og eftirvænting hafi einkennt verkefnið.