Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar

Sigríður Fjóla, Birgitta Björt og Thelma Lind
Sigríður Fjóla, Birgitta Björt og Thelma Lind

Miðvikudaginn 29. mars var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi. 15 nemendur frá Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Hveragerði lásu upp fyrir hönd sinna skóla. Nemendur okkar stóðu sig með stakri prýði og hreppti Sigríður Fjóla 1. sætið og Birgitta Björt 2. sætið. Í þriðja sæti varð Thelma Lind úr Vallaskóla. Einnig las Kristófer Logi upp fyrir Grunnskólann í Þorlákshöfn. Við óskum þeim innilega til hamingju með fallegan upplestur.