Grunnskólinn í Þorlákshhöfn settur við hátíðlega athöfn.

Grunnskólinn í Þorlákshöfn var settur á miðvikudaginn, 22. ágúst, við hátíðlega stund í sal grunnskólans, að viðstöddum fjölmörgum nemendum og forráðamönnum þeirra. Það var Ólína Þorleifsdóttir, skólastjóri, sem setti skólann fyrir árið 2018-2019. Það er gaman að segja frá því að Ólína var sjálf nemandi við skólann, hún er einnig foreldri við skólann, hún starfaði sem aðstoðarskólastjóri og nú skólastjóri. Það er því óhætt að segja að hún hafi komið að mörgum hliðum skólastarfsins
 

Starfsfólk skólans er fullt tilhlökkunar fyrir komandi vetri og það er ósk þeirra að nemendur og foreldrar séu það líka.