Félagsvist

Í gær spiluðu nemendur á miðstigi hefðbundna félagsvist. Allir bekkir hafa æft sig í þessu skemmtilega spili undanfarið og tókst viðburðurinn vel. 

Samverustund áttu 7. og 2. bekkur í morgun. Nemendur úr 7. bekk heimsóttu nemendur í 2. bekk og spiluðu við þau. Vel heppnuð og skemmtileg samvera. Stefnt er að því að endurtaka leikinn í maí.