Fernuflug -textasamkeppni Mjólkursamsölunnar

Nemandi okkar í 8. bekk,  Julia Swiderska hefur fengið sérstaka viðurkenningu í verkefninu Fernuflug sem Mjólkursamsalan stendur fyrir. Ljóð eftir Julíu verður birt á mjólkurfernu á nýju ári. 

Í keppnina bárust um eitt þúsund og tvö hundruð textar frá nemendum í efri bekkjum grunnskóla og aðeins fjörutíu og átta textar voru valdir til birtingar. Við í Grunnskólanum í Þorlákshöfn erum stolt af þessum árangri og óskum Julíu innilega til hamingju.

 

Hvað er að vera ég?


Að vera ég er eins og að vera grímuklæddur
Þessi gríma skapar hindrun á milli mín og annarra
Felar tilfinningar mínar og heldur þeim leyndum

Enginn veit að ég sé með þessa grímu
Því enginn veit hver ég er undir henni

Gríman er eins og hlífðarskjöldur
Hún er líka eins og þungt teppi
Sem kæfir mig stundum

Mig langar að afhjúpa mig
En ég veit ekki hvort ég þori

Julia Swiderska
13 ára
Grunnskólanum í Þorlákshöfn