Fjölþjóðlegar jólakveðjur

Í skólanum er fjölþjóðlegur hópur nemenda sem tengjast 14 tungumálum. Á aðventunni unnu fulltrúar þessara tungumála verkefni þar sem þeir skrifuðu jólakveðjuna sem við þekkjum öll „Gleðileg jól“ á sínu tungumáli. Jólakveðjurnar voru síðan sameinaðar í eitt stórt jólatré sem nú skreytir gang skólans.