Fræðsla fyrir foreldra um stafrænt uppeldi

Síðastliðinn fimmtudag stóðu grunnskólinn, foreldrafélag grunnskólans og tómstundarfulltrúi fyrir fræðslu um stafrænt uppeldi.

Sigurður Sigurðsson, sérfræðingur í miðlanotkun barna og ungmenna hjá SAFT, hélt erindið en þar fór hann meðal annars yfir jákvæða miðlanotkun, áhrif netsins á börn, foreldra sem fyrirmyndir og mikilvægi þess að tala saman.

Um 30 foreldar mættu á fyrirlesturinn og var almenn ánægja með fræðsluna. Fyrir áhugasama viljum við benda á heimsíðu SAFT en þar má finna gagnlegar upplýsingar og fræðslu fyrir foreldra. Hér fyrir neðan er slóð á síðuna.

https://www.saft.is/foreldrar