Geðlestin kom í heimsókn

Mikið stuð skapaðist á mánudaginn þegar Geðlestin kom í heimsókn. En Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð, rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum einhvern tímann í mótvindi og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Í lok dagskrárinnar tróð Emmsjé Gauti upp og tók nokkur vel valin lög við mikinn fögnuð nemenda. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Verkefnið er styrkt af félagsmála- og heilbrigðisráðuneytunum.