Glæsileg danssýning

Fimmtudaginn 4. maí var haldin afar glæsileg danssýning í íþróttamiðstöðinni undir styrkri stjórn Önnu Berglindar Júlídóttur danskennara skólans. Á danssýningunni sýndu nemendur 1. - 7. bekkja og nemendur úr dansvali fjölbreytta dansa sem afrakstur vetrarins.
Aðstandendur fjölmenntu á sýninguna sem er árviss viðburður í skólastarfinu.