Góð gjöf frá Badmintondeild Þórs

Skólanum barst góð gjöf á dögunum þegar Badmintondeild Þórs gaf 10 spaða og þrjú box af flugum. En deildin hafði fengið spaðana í styrk í tilefni 50 ára afmælis Badmintonsambands Íslands. Með þessari gjöf er sambandið að stuðla að uppbyggingu íþróttarinnar.

Sæmundur Steingrímsson formaður Badmintondeildarinnar afhenti Ingibjörgu Steinunni Sæmundsdóttur íþróttakennara við skólann gjöfina. Á meðfylgjandi mynd má sjá þau ásamt iðkendum og jafnframt nemendum skólans taka við gjöfinni. Við þökkum forsvarsmönnum Badmintondeildar Þórs hjartanlega fyrir þessa góðu gjöf sem mun nýtast vel í íþróttakennslunni.