Gönguferð

Nemendur í valfaginu Lífstíll fóru í gönguferð mánudaginn 28. mars í nágrenni Hveragerðis. Á leiðinni blöstu við hverir, litlir fossar og gróin svæði. Það sem stóð upp úr í ferðinni í hugum nemenda var að skoða rústir Hamarshallarinnar, en hún eyðilagðist í vondu veðri fyrr á árinu. Eftir það var gengið yfir og niður Hamarinn. Stígurinn var þakinn snjó þannig nemendur renndu sér á rassinum niður bratta brekku og höfðu svo gaman af því að þau fóru margar ferðir. Skemmtileg ferð að baki og tilhlökkun fylgir því að skipuleggja aðra ferð eftir páska.