Gönguferð á gosstöðvarnar

 

Þann 25.maí var farið í fjallgöngu að gosstöðvunum í Geldingardal og var nemendum á unglingastigi boðið að fara. 

Lagt var af stað frá grunnskólanum klukkan 13:00 og vorum við komin heim rétt fyrir 18:00 því má segja að gangan hafi gengið vel fyrir sig.

Það var virkilega gaman að fara í svona göngu með jafn öflugan hóp nemenda og starfsfólks en það stóðu sig allir með prýði.

Veðrið var gott en þegar við vorum komin nær gígnum þá fór að hvessa töluvert og fóru vindhviður eflaust upp í 40-50m/sek. Það var allaveganna erfitt að standa í fæturna, en þetta tókst á endanum.

Þetta var fyrsta skipti margra að fara upp að gosstöðvum og þetta var ótrúlegt sjónarspil sem breytist með hverri ferðinni. 
Það eru forréttindi okkar að geta farið í svona ferð.

Heilt yfir voru allir mjög sáttir með ferðina og frekar líklegt að þeir fari aftur í sumar.