Gróðursetning með umhverfis- og auðlindaráðherra

Á hverju ári sækir skólinn um að fá plöntur úr Yrkjusjóði til að gróðursetja með nemendum í 5. bekk. Í ár varð það verkefni þó stærra en vanalega þar sem nemendur fóru með rútu upp á svæði Þorláksskóga og fengu leiðsögn frá Hrönn Guðmundsdóttur í því hvernig á að bera sig að við gróðursetningu. Við fengum einnig góðan liðsauka þar sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson kom og hjálpaði krökkunum, ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi, Elliða Vigfússyni bæjarstjóra, Gesti Kristjánssyni forseta bæjarstjórnar og fulltrúum Landverndar og Skógræktarinnar. Þetta var einstaklega skemmtileg stund og krakkarnir stóðu sig frábærlega. Þau gróðursettu hátt í 1000 birkitrjáplöntum  og gestir okkar töluðu sérstaklega um hve þau voru röggsöm, dugleg og natin.