Haustferð miðstigs.

 

Miðstigið lagði upp í árlega haustferð að morgni mánudagsins 10. september. Fyrsti áfangastaður var Þrastarlundur þar sem snædd var morgunhressing. Næst lá leiðin að Ljósafossstöð en þar skoðaði hópurinn orkusýningu þar sem hægt var að leysa orku úr læðingi með því að nota eigin þyngd, styrk og afl. Skemmtileg sýning þar sem nemendur reyndu sig við ólíka orkugjafa. Farið var á sýninguna í smærri hópum og á meðan léku hinir sér utandyra. Lokaáfangastaður var skátasvæðið á Úlfljótsvatni þar sem sprett var úr spori og allir borðuðu saman grillaðar pylsur með öllu eða ekki. Allir nutu ferðarinnar enda lék veðrið við hvurn sinn fingur.