Haustferð yngsta stigs

 

Miðvikudaginn 12. september fóru nemendur á yngsta stigi Grunnskólans í Þorlákshöfn í haustferð. Spenna ríkti meðal nemenda sem sumir hverjir fóru í sína fyrstu rútuferð. Þetta árið skoðuðum við skemmtilega gagnvirka sýningu á LAVA-setrinu á Hvolsvelli og borðuðum nesti í brakandi haustsól og blíðu. Sýningin var afar fróðleg, myndræn, lífleg og spennandi.

Lava Center