Heimsókn frá Alþingi

Í síðustu viku fengum við heimsókn frá starfsmönnum Alþingis  en markmiðið með heimsókninni var að kynna starfssemi löggjafarsamkomunnar fyrir nemendum í 9. og 10. bekk.

Farið var í gegnum hefbundin störf Alþingis. Kynning var á frumvarpi, það sett í nefnd og síðan fór fram þingfundur sem endaði með atkvæðagreiðslu.

Nemendur voru áhugasamir um verkefnið og sköpuðust líflegar umræður í meðferð frumvarpsins.