Heimsókn í FSU

Nemendur í 10. bekk fóru til Selfoss í vikunni og heimsóttu FSU. Þar fengu nemendur góða kynningu á námsframboði skólans, félagslífi og fleiru ásamt því að fá að skoða skólann. 
Eftir heimsóknina var farið í Mjólkurbúið (nýju mathöllina) og fengu þau sér að snæða þar áður en haldið var í Skyrland sem er þar á neðri hæð. Þar skoðuðu nemendur sýningu um sögu skyrsins og fengu skyrsmakk hjá Ísey skyrbar áður en haldið var aftur í rútuna heim.
Ferðin var skemmtileg og voru nemendur ánægðir með vel heppnaðan dag.