Hertar sóttvarnareglur

Fyrr í dag kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnarreglur. Grunnskólum er skylt að loka á morgun og föstudag. Börnin ykkar eru því komin í páskafrí frá og með deginum í dag. Skólinn hefst aftur þriðjudaginn 6. apríl. Fyrirkomulag skólahalds eftir páskafrí verður kynnt síðar.

Þeir sem vilja nálgast t.d. útifatnað eða námsgögn eru velkomnir í skólann á milli kl. 8 -15 á morgun fimmtudag.

Gleðilega páska,

Skólastjórnendur