Hjartastuðtæki í skólanum

Kvenfélag Þorlákshafnar afhenti skólanum hjartastuðtæki að gjöf í tilefni af 60 ára starfsafmæli skólans. Um er að ræða höfðinglega gjöf sem vonandi þarf aldrei að nota. Þegar starfsmenn hafa lært á tækið og búið verður að finna því góðan stað er óhætt að segja að við verðum öruggari við að veita fyrstu hjálp, ef á þarf að halda.