Hugsað um ungbarn

Í dag fengu 25 nemendur í unglingadeild afhenta ungbarnaherma sem þau eiga að annast um helgina. Um er að ræða valgrein sem reglulega stendur nemendum til boða.

Nemendur fengu fræðslu um umönnun dúkkunnar og fengu með henni pela, bleyju og burðarpoka. Dúkkan hefur þarfir sem nemendur þurfa að finna út hver er þegar hún grætur. Nemendur prufa sig áfram rétt eins og þegar um ungabarn er að ræða.

Um hádegi í dag mátti heyra barnsgrát víða um ganga skólans en þetta valfag vekur alltaf mikla athygli. Gaman var að sjá hversu alvarlega nemendur tóku þessu nýja hlutverki sínu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ólafur fræðir nemendur um ungbarnaherminn.