HUGSAÐ UM UNGBARN - valgrein

Um miðjan janúar önnuðust sextán nemendur í unglingadeild, ungbarnahermi yfir helgi. Um er að ræða valgrein í efstu bekkjum skólans.

Nemendurnir fengu dúkku afhenta föstudaginn 15. janúar og var verkefni nemenda að annast ungbarnið/herminn í 2 sólahringa. Nemendur fengu fræðslu um umönnun dúkkunnar og fengu svo með henni pela, bleyju og  burðarpoka.

Dúkkan hefur 4 þarfir og grætur barnsgráti þegar hún kallar eftir umönnun. Dúkkan getur þurft pela, að ropa, nýja bleyju eða láta rugga/vagga sér. Til þess að hugga grátandi dúkku þarf að finna út hvaða þörf þarf að uppfylla. Nemendur prufa sig áfram rétt eins og þegar um ungbarn er að ræða.