Íbúafundur um skólastefnu Ölfuss

Mánudaginn 6. mars, kl. 18-20 verður efnt til íbúafundar í Versölum þar
sem rætt verður í hópum um stöðu skóla- og frístundamála í
sveitarfélaginu - styrkleika, veikleika, áskoranir, sóknarfæri, skólaskipan
og framtíðarsýn.
Síðastliðið vor hófst vinna við endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins.
Skipaður var sérstakur stýrihópur til að vinna að endurskoðun
stefnunnar og til ráðgjafar um verkefnið var ráðinn Ingvar Sigurgeirsson,
kennslu- og menntunarfræðingur og fyrrverandi háskólakennari.
Mikilvægt er að sjónarmið allra hagsmunaaðila birtist í stefnunni til að
hún geti orðið okkur gott veganesti til framtíðar. Nú þegar hafa verið
haldnir fundir með starfsfólki beggja skólanna í bænum sem og
skólaþing nemenda í því skyni að safna upplýsingum og kynnast
viðhorfum þeirra.
Við hvetjum alla íbúa til þess að mæta enda mikilvægt að raddir ykkar
heyrist. Sóknarfæri eru að finna í ólíkum sjónarmiðum og víðtækri
reynslu allra íbúa. Skólastefna er sáttmáli um skólamálin og því
áríðandi að sem allra flestir leggi sitt af mörkum. Boðið verður upp á léttan kvöldverð og vegna undirbúnings eruvæntanlegir þátttakendur beðnir um að skrá sig hjá skólaritara áskolinn@olfus.is eða hringja í s: 480 3850. Jafnframt er hægt aðsenda tölvupóst á Guðlaugu Einarsdóttur, verkefnastjóra águdlaug@olfus.is ef einhverjar spurningar vakna.
Stýrihópur um skólastefnu Ölfuss