Jói Davíðs fræddi starfsfólk Grunnskólans í Þorlákshöfn um Þorlákshöfn

 

Starfsfólk Grunnskólans í Þorlákshöfn fór í fræðslugöngu í gær (þriðjudag 18. september), ásamt Elliða Vignissyni, bæjarstjóra, undir stjórn Jóhanns Davíðssonar, eða Jóa Davíðs. 

Jói leiddi fólkið um þorpið og miðlaði sinni alkunnu þekkingu til þeirra. Veðrið lofaði góðu og var frábært þangað til að við komum á C - götu þá skyndilega dró fyrir sólu og skall á með hellidembu! Jói og hörðustu förunautar létu það ekki stöðva sig og héldu ótrauð áfram.