Jólaböll og jólakvöldvökur

Í gær voru haldin tvö jólaböll í skólanum. Eldri nemendur sóttu yngri nemendur í vinabekkjum og saman dönsuðu allir í kringum jólatré. Eldri skólalúðrasveitin spilaði undir og forsöngvarar stýrðu söng. Allir voru í sparifötum og jólasteik í hádegismat handa öllum. Jólaandinn sveif því yfir þrátt fyrir leiðinlegt veður úti fyrir. 

Jólakvöldvaka 1. -3. bekkjar var í síðustu viku en þá stigu allir nemendur á svið og nemendur 3. bekkjar fluttu helgileik. Í dag er jólakvöldvaka 4. -7. bekkjar og í næstu viku er komið að unglingastigi.