Jólakvöldvaka 1. - 4. bekkjar.

Í gær var jólakvöldvaka 1. – 4. bekkjar. Kvöldvakan tókst afar vel en á dagskrá kvöldsins var upplestur, kórsöngur, hljóðfæraleikur, jólaleikrit og söngur. Við lok skemmtunarinnar fluttu nemendur 3. bekkjar jólaguðspjallið að venju. Þetta var hátíðleg og skemmtileg stund.