Jólakvöldvaka 8. -10. bekkjar.


Í gær var jólakvöldvaka 8.-10. bekkjar. Að þessu sinni var foreldrum boðið í ratleik. Nemendum og foreldrum var skipt í lið sem fóru á tíu stöðvar og leystu ólíkar þrautir s.s. jólahárgreiðslu, servíettubrot, jólamynd, leikrit, sögugerð, jólalag, þau útbjuggu sitt eigið jólatré ásamt því að hitta leynigest. Að ratleiknum loknum fóru foreldrarnir heim en nemendur gæddu sér á jólakvöldverði og skemmtu sér fram fram eftir kvöldi. Það er mál manna að kvöldvakan hafi tekist vel.